Hafsteinn til Gamma í London

Hafsteinn Hauksson hefur gengið til liðs við Gamma í London.
Hafsteinn Hauksson hefur gengið til liðs við Gamma í London. Mynd/Gamma

Hafsteinn Hauksson hefur gengið til liðs við Gamma Capital Management Ltd. í London. Hafsteinn lauk B.Sc.-námi í hagfræði frá Háskóla Íslands og er með meistaragráðu í fjármálum og hagfræði frá London School of Economics. Hann hefur starfað hjá ráðgjafarfyrirtækinu Newstate Partners í London frá árinu 2015, en fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði opinberra fjármála, þar á meðal stýringu og endurskipulagningu opinberra skulda.

Hafsteinn var áður hagfræðingur í greiningardeild Arion banka og starfaði einnig sem fjölmiðlamaður með námi, lengst af á fréttastofu Stöðvar 2. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Gamma.

Þar segir jafnframt að markmið Gamma hafi verið að útvíkka og styrkja grundvöll starfseminnar í London, en félagið hóf þar starfsemi árið 2015 og fékk sjálfstætt starfsleyfi frá breska fjármálaeftirlitinu ári seinna. Leyfið heimilar Gamma meðal annars að veita viðskiptavinum sínum fjármálaþjónustu sem felur í sér fyrirtækjaráðgjöf og fjárfestingarráðgjöf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK