Leyfa kaup Eikar á Slippnum

Fast­eign­ir í eigu Slipps­ins fast­eigna­fé­lags voru Mýr­ar­gata 2-8, Mýr­ar­gata 12 …
Fast­eign­ir í eigu Slipps­ins fast­eigna­fé­lags voru Mýr­ar­gata 2-8, Mýr­ar­gata 12 og Mýr­ar­gata 14-16, sem hýsa Icelanda­ir Hót­el Reykja­vík Mar­ina. mbl.is/Ómar Óskarsson

Það er mat Samkeppniseftirlitsins að samruni Eikar fasteignafélags og Slippsins fasteignafélags hindri ekki virka samkeppni og leiði ekki til myndunar markaðsráðandi stöðu. Þá telur eftirlitið að samruninn leiði ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti.

Sagt var frá kaupum Eikar á Slippnum í byrjun janúar. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að um sé að ræða láréttan samruna á markaði fyrir leigu á atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

„Eik fasteignafélag er þriðja stærsta leigufélag landsins og með þessum samruna stækkar eignasafn fyrirtækisins óverulega,“ segir í úrskurðinum.

Til­boð Eik­ar um kaup á öllu út­gefnu hluta­fé Slipps­ins fast­eigna­fé­lags var und­ir­ritað 18. nóv­em­ber. Í til­kynn­ingu kom fram að heild­ar­virði kaup­anna væri 4.450 millj­ón­ir króna. Fast­eign­ir í eigu Slipps­ins fast­eigna­fé­lags voru Mýr­ar­gata 2-8, Mýr­ar­gata 12 og Mýr­ar­gata 14-16, sem hýsa Icelanda­ir Hót­el Reykja­vík Mar­ina.

Eign­irn­ar eru sam­tals 6.504 fer­metr­ar og Flug­leiðahót­el er leigutaki allra fer­metr­anna og eru með lang­tíma­leigu­samn­ing. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK