Seldi bréf í N1 fyrir 540 milljónir

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Félagið Helgafell ehf. seldi í dag 4.000.000 hluti í N1. Félagið er í eigu Bjargar Fenger sem er eiginkona Jóns Sigurðssonar stjórnarmanns í N1. Samkvæmt tilkynningu N1 til kauphallarinnar um viðskipti fjárhaglega tengdra aðila kemur fram að hlutirnir hafi verið seldir á genginu 135 fyrir 540 milljónir króna.

Fyrir söluna var Helgafell sjöundi stærsti hluthafinn í N1 með 4,21% eignarhlutfall. Jón er jafnframt framkvæmdastjóri félagsins. 

Bréf N1 í kauphöllinni hafa lækkað um 6,5% í verði í dag og standa í genginu 128.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK