Ávöxtun lífeyrissjóða lítil

Að teknu tilliti til verðbólgu lítur út fyrir að raunávöxtun …
Að teknu tilliti til verðbólgu lítur út fyrir að raunávöxtun lífeyriskerfisins í heild hafi verið sáralítil á síðasta ári. mbl.is/Helgi Bjarnason

Hlutfall erlendra eigna af heildareignum lífeyrissjóða lækkaði á síðasta ári, þrátt fyrir að heimildir þeirra til erlendra verðbréfakaupa hafi numið 85 milljörðum króna á árinu.

Um þetta er fjallað í Morgunkorni Íslandsbanka. Þar kemur fram að heildareignir íslenskra lífeyrissjóða námu 3.514 milljörðum króna um síðustu áramót. Þar af voru innlendar eignir 2.751 milljarður og erlendar eignir 764 milljarðar. Innlendu eignirnar jukust um 201 milljarð í fyrra, eða um 7,9%, á meðan þær erlendu jukust um 29 milljarða, eða 3,9%.

Styrking krónu vó að jafnaði mun þyngra í verðþróun erlendra eigna í krónum talið en ávöxtun þeirra, að sögn Íslandsbanka, enda lækkaði vegið meðalgengi erlendra gjaldmiðla í gengisvísitölu Seðlabankans um 15,6% gagnvart krónu á síðasta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK