Eimskip hagnast um 2,5 milljarða

Gylfi Sigfússon segir 2016 hafa verið metár hjá Eimskip.
Gylfi Sigfússon segir 2016 hafa verið metár hjá Eimskip. mbl.is/Árni Sæberg

Hagnaður Eimskips nam 21,9 milljónum evra á síðasta ári, eða sem svara til liðlega 2,5 milljarða króna. Jókst hagnaðurinn um 23,0% frá árinu 2015. Mun stjórn félagsins leggja til við aðalfund að greiddar verði samtals 11,0 milljónir evra í arð eða sem nemur tæpum 1,3 milljörðum króna.

Rekstrartekjur Eimskips námu 513,9 milljónum evra á síðasta ári og hækkuðu um 2,9% á milli ára. Tekjurnar hækkuðu um 3,3% þegar tillit er tekið til 2,0 milljóna evra söluhagnaður skips á árinu 2015.

Hagnaður fyrir afskriftir og fjármangsliði, EBITDA, nam 53,5 milljónum evra, og hækkaði um 8,3 milljónir evra eða 18,3% frá árinu 2015. Aðlöguð EBITDA hækkaði um 10,3 milljónir evra eða 23,7% þegar tillit er tekið til fyrrgreinds 2,0 milljóna evra söluhagnaðar.

Eiginfjárhlutfall félagsins var 62,2% í lok síðasta árs og námu nettóskuldir 41,6 milljónum evra.

Gylfi Sigfússon forstjóri segist í afkomuspá til Kauphallar vera ánægður með að kynna árið 2016 sem metár hjá Eimskip. „Horfur fyrir árið 2017 eru jákvæðar og félagið gerir ráð fyrir vexti í innflutningi til Íslands. Horfur eru einnig góðar fyrir Færeyjar og Noreg. Reiknað er með að vöxtur verði í magni, tekjum og hagnaði í flutningsmiðlun á árinu meðal annars vegna nýju félaganna og þar sem gert er ráð fyrir hækkandi verði í alþjóðlegri flutningsmiðlun,“ segir Gylfi. „Áætluð EBITDA fyrir árið 2017 er á bilinu 57 til 63 milljónir evra.“ sn@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK