Undanþágur vegna afleiðuviðskipta

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Seðlabanki Íslands telur nú forsendur til að veita tilteknar undanþágur frá lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, gegn umsókn þar að lútandi vegna afleiðuviðskipta til varanlegra áhættuvarna. Þessi breyting á framkvæmd markar áfanga í átt að fullri losun fjármagnshafta.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands.

Þar kemur fram að nánar tiltekið sé  um að ræða undanþágur sem geta dregið úr gjaldeyrisáhættu tengdri beinni fjárfestingu innlendra aðila erlendis og erlendra aðila hér á landi.

„Jafnframt er fyrirtækjum gert kleift að leiðrétta gjaldeyrisójöfnuð á efnahagsreikningi sínum. Markmiðið með breytingunni er að meta nauðsyn og vilja fyrirtækja til áhættuvarna á næstu misserum og undirbúa fulla losun fjármagnshafta,“ segir í tilkynningunni.

„Undanþágur þessar eru sömuleiðis til þess fallnar að draga úr áhættu fyrirtækja í rekstri og hafa jákvæð áhrif á kjör og lánshæfi þeirra. Ekki verða að sinni veittar undanþágur vegna afleiðuviðskipta til spákaupmennsku. Þess háttar viðskipti eru aftar í forgangsröðinni við losun fjármagnshafta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK