Breytingar hjá Icelandair

Sigurður mun ekki bjóða sig fram til stjórnarsetu í Icelandair …
Sigurður mun ekki bjóða sig fram til stjórnarsetu í Icelandair Group, en hann hefur starfað fyrir fyrirtækið með einum eða öðrum hætti í tæp 43 ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Helgason, stjórnarformaður Icelandair Group, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri sem stjórnarformaður félagsins. Í viðtali í Morgunblaðinu í dag segir Sigurður að síðustu tvö rekstrarár séu hin bestu í sögu þess.

Fjallað hefur verið um lækkun á hlutabréfaverði Icelandair undanfarið og kaup félagsins á nýjum flugvélum verið gagnrýnd, en ákveðið var að kaupa flugvélar frá fyrirtækinu Boeing. Sigurður segir Icelandair hafa skoðað þann möguleika að festa kaup á vélum frá framleiðandanum Airbus, en Boeing hafi að lokum boðið betri kjör.

„Boeing bauð bara það góð kjör að það var hagkvæmara að taka Boeing en Airbus á þeim kjörum sem stóðu okkur til boða á þeim tíma. Tæknilega voru þessar vélar mjög svipaðar,“ segir Sigurður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK