Einar nýr aðstoðarforstjóri Beringer Finance

Einar hefur yfir 20 ára reynslu af fjárfestingarbankastarfsemi og starfaði …
Einar hefur yfir 20 ára reynslu af fjárfestingarbankastarfsemi og starfaði síðast hjá Swedbank sem yfirmaður lána- og skuldabréfafjármögnunar á fjárfestingarbankasviði bankans.

Einar U. Johansen hefur verið ráðinn sem aðstoðarforstjóri Beringer Finance og framkvæmdastjóri bankans í Noregi. Einar kemur til Beringer frá Swedbank þar sem hann hefur undanfarin 6 ár verið yfir þeim hluta fjárfestingarbankasviðs Swedbank sem sinnir alþjóðlegri lána- og skuldabréfafjármögnun fyrir viðskiptavini bankans.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Þar kemur fram að Einar tekur formlega til starfa 1. apríl. Hann mun taka sæti í framkvæmdastjórn bankans og mun sem aðstoðarforstjóri, ásamt forstjóra, hafa umsjón með stefnumótun, viðskiptaþróun og sóknaráætlunum bankans.

„Beringer Finance byggir á traustum grunni, hefur góða verkefnastöðu, skýra stefnu, öflugt starfsfólk og sterka eigendur. Með 100 ára fjárfestingarbankasögu Fondsfinans, alþjóðlegan styrk Beringer Finance og metnað fyrir vexti inn á nýja markaði er ég afar spenntur. Saman munum við taka næstu skref í að byggja enn sterkari Beringer Finance bæði í Noregi og á alþjóðavísu,“ er haft eftir Einari.

Einar hefur yfir 20 ára reynslu af fjárfestingarbankastarfsemi og starfaði síðast hjá Swedbank sem yfirmaður lána- og skuldabréfafjármögnunar á fjárfestingarbankasviði bankans. Innan þeirrar deildar Swedbank byggði Einar m.a. upp ráðgjafateymi sem sá um yfirtökufjármögnun og áframsölu lána (e. syndication). Einar hefur starfað við flest svið alþjóðlegrar fjárfestingarbankastarfsemi, m.a. annars hjá Goldman Sachs í New York og London frá 1997 til 2004, Deutsche Bank frá 2004 til 2006 og sem framkvæmdastjóri hjá Bank of America Merill Lynch frá 2006 til 2010. Árið 2010 flutti Einar aftur til Noregs og stofnaði einingu innan verðbréfafyrirtækisins First Securities, sem síðar sameinaðist Swedbank, sem sá um ráðgjöf vegna lána- og skuldabréfarfjármögnunar.

Einar er með B.Sc.-gráðu í fjármálum frá Univeristy of Utah, MBA-gráðu frá IESE í Barcelona og lauk AMP-stjórnendanáminu (Solstrand programmet – AFF) hjá Norwegian School of Economics árið 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK