Vísitala neysluverðs hækkar um 0,71%

Verð á raftækjum hækkaði um 19,3% og verð á húsgögnum …
Verð á raftækjum hækkaði um 19,3% og verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækkaði um 8,8% eftir útsölur í síðasta mánuði. mbl.is/Styrmir Kári

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í febrúar 2017 er 439,6 stig og hækkar um 0,71% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 390,3 stig og hækkaði hún um 0,59% frá janúar 2017.

Greint er frá þessu á vef Hagstofu Íslands.

Kostnaður við búsetu í eigin húsnæði, þ.e. reiknuð húsaleiga, hækkaði um 1,7%. Verð á raftækjum hækkaði um 19,3% og verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækkaði um 8,8% eftir útsölur í síðasta mánuði.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,9% en vísitalan án húsnæðis hefur lækkað um 1,0%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í febrúar 2017, sem er 439,6 stig, gildir til verðtryggingar í apríl 2017. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 8.680 stig fyrir apríl 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK