Valdimar nýr forstjóri GAMMA

Valdimar Ármann er með víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði …
Valdimar Ármann er með víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði og er með fyrstu starfsmönnum GAMMA á upphafsárum félagsins.

Valdimar Ármann tekur við sem forstjóri GAMMA Capital Management á Íslandi nú um mánaðamótin. Valdimar hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra sjóða hjá GAMMA undanfarin ár og er meðal fyrstu starfsmanna félagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá GAMMA.

Gísli Hauksson, fráfarandi forstjóri og annar stofnenda GAMMA, tekur við sem stjórnarformaður félagsins á næsta aðalfundi þess. Ásamt því að móta stefnu GAMMA á Íslandi mun Gísli stýra uppbyggingu starfseminnar í New York og Lundúnum, þar sem hann hefur verið búsettur síðan 2015.

Samhliða þessu hefur Ingvi Hrafn Óskarsson störf hjá GAMMA sem framkvæmdastjóri sérhæfðra fjárfestinga og fyrirtækjaverkefna. Guðmundur Björnsson, sem er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, fjármála og áhættustýringar hjá GAMMA, verður staðgengill forstjóra. Agnar Tómas Möller verður framkvæmdastjóri sjóða.

Um leið lætur Lýður Þór Þorgeirsson af störfum hjá GAMMA. Eru honum þökkuð störf hans og ánægjulegt samstarf undanfarin ár og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi í tilkynningu. 

Ingvi Hrafn Óskarsson hefur undanfarin ár starfað sem lögmaður og …
Ingvi Hrafn Óskarsson hefur undanfarin ár starfað sem lögmaður og verið meðeigandi að lögfræðiskrifstofunni Lögmenn Lækjargötu.

Ná fram tveimur mikilvægum markmiðum

„Þessar skipulagsbreytingar ná fram tveimur mikilvægum markmiðum í rekstri GAMMA. Skerpt er enn betur á ábyrgð og verkefnum stjórnendateymisins á Íslandi með Valdimar Ármann í forystu mjög öflugs hóps einstaklinga. Starfsmenn og sjóðsstjórar GAMMA hafa náð framúrskarandi árangri undanfarin ár með frábærri ávöxtun sjóða og fyrirtækjaverkefna. Valdimar hefur gegnt lykilhlutverki í þeirri þróun og býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og mikilli reynslu af fjármálamarkaði,“ er haft eftir Gísla Haukssyni, fráfarandi forstjóra GAMMA.

„Á sama tíma gefst mér kostur á að stíga til hliðar í daglegri stjórn GAMMA á Íslandi eftir að verða níu ár í forstjórastóli og einbeita mér að uppbyggingu og vexti starfseminnar í Lundúnum og New York samhliða stjórnarformennsku félagsins hér á Íslandi. Það er í takt við áform GAMMA að bjóða viðskiptavinum fjölbreytta eignadreifingu og fjárfestingartækifæri erlendis.“

Í tilkynningu GAMMA kemur fram að Valdimar Ármann er með víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði og er með fyrstu starfsmönnum GAMMA á upphafsárum félagsins. Áður en hann kom til starfa hjá GAMMA starfaði hann um 7 ára skeið í Lundúnum og New York við verðbólgutengd afleiðuviðskipti, fyrst hjá ABN AMRO og síðast hjá Royal Bank of Scotland. Valdimar er einnig aðjúnkt við Háskóla Íslands og kennir hann nú meðal annars námskeiðið skuldabréf í meistaranámi í fjármálahagfræði. Hann hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum í Lundúnum, New York og á Íslandi.

Ingvi Hrafn Óskarsson hefur undanfarin ár starfað sem lögmaður og verið meðeigandi að lögfræðiskrifstofunni Lögmenn Lækjargötu. Áður starfaði Ingvi um sjö ára skeið fyrir Íslandsbanka hf. og áður Glitni banka hf., meðal annars sem forstöðumaður lögfræðiráðgjafar og sem verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf. Þá var hann aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra. Ingvi hefur auk embættisprófs í lögum frá Háskóla Íslands lokið meistaraprófi (LL.M.) í lögum frá Columbia-háskóla í New York og meistaraprófi (M.Sc.) í fjármálum frá London Business School. Þá hefur hann enn fremur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Ásamt því að móta stefnu GAMMA á Íslandi mun Gísli …
Ásamt því að móta stefnu GAMMA á Íslandi mun Gísli stýra uppbyggingu starfseminnar í New York og Lundúnum, þar sem hann hefur verið búsettur síðan 2015.

Opna í New York seinna á árinu

Aðalskrifstofur GAMMA eru í Reykjavík en frá árinu 2015 hefur fyrirtækið einnig starfað í Lundúnum. Þá opnar GAMMA starfsstöð í New York á þessu ári.

„Er það til marks um áherslu fyrirtækisins á nýtingu tækifæra á erlendri grundu að Gísli Hauksson, fráfarandi forstjóri, stýri þeim vexti ásamt því að móta framtíðarstefnu sem stjórnarformaður GAMMA,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK