Brauð & Co opnar ný bakarí

Súrdeigsbakaríið Brauð & co.
Súrdeigsbakaríið Brauð & co. mbl.is/Golli

Súrdeigsbakaríið Brauð & co mun fyrir páska opna nýtt bakarí í húsnæði Gló í Fákafeni. Er það annar staðurinn sem fyrirtækið opnar en frá ársbyrjun 2016 hefur það rekið bakarí að Frakkastíg 16 í miðborg Reykjavíkur. Ágúst Einþórsson, bakari og stofnandi Brauð & co, segir að fyrirtækið muni hins vegar ekki láta þar við sitja.

„Við höfum einnig ákveðið að opna bakarí í nýju Mathöllinni á Hlemmi þegar hún verður opnuð núna í vor. Við sjáum mikil tækifæri í því enda mörg spennandi fyrirtæki að koma sér fyrir þar. Auk þess höfum við ákveðið að hafa gaman af þessu og halda uppi stemningunni og þá erum við viss um að aðrir fylgi með.“

Spurður út í hinar nýju staðsetningar segir Ágúst að það hafi legið vel við að opna í húsnæði Gló en eignatengsl eru milli fyrirtækjanna, því Gló á hlut í Brauð & co.

Súrdeigsbakaríið Brauð & co.
Súrdeigsbakaríið Brauð & co. mbl.is/Golli

„Auk þess leggur Gló mikla áherslu á lífræna matvöru og það smellur alveg við það sem við erum að gera. Við ætlum að opna fljótlega í Fákafeni og raunar er allt að verða tilbúið. Staðsetningin mun einnig þjóna því fólki sem ekki hefur nennt að þræða sig niður í miðbæ eftir brauðinu og þar horfum við til Breiðholtsins, Grafarvogsins og hverfanna þar í kring en einnig mögulega Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar.“

Ágúst, eða Gústi bakari eins og hann er oftast kallaður, segir að sett verði upp aðstaða til baksturs á báðum nýju stöðunum en að plássið sé af skornum skammti á Hlemmi og að þar þurfi að sýna útsjónarsemi. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK