„Aðför að Útvarpi Sögu“

Útvarp Saga kærði ákvörðun PFS til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. …
Útvarp Saga kærði ákvörðun PFS til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Hér er Arnþrúður með kæruna.

Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu telur nýlegan úrskurð þar sem stöðinni er gert að nota aðeins eina útvarpstíðni vera aðför að fyrirtækinu, tjáningarfrelsinu og hlustendum Útvarps Sögu. „Menn ætla að taka okkur úr umferð og ganga frá okkur,“ segir hún.

Greint var frá því í gær að úrsk­urðar­nefnd fjar­skipta- og póst­mála hefur staðfest ákvörðun Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar um að synja beiðni Útvarps Sögu um aukatíðni til notk­un­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Ber út­varps­stöðinni að hætta notk­un á tíðninni 102,1 MHz en stöðin notar einnig tíðnina 99,4 MHz.

Dagsektir er hljóða upp á 75 þúsund krónur verða lagðar á stöðuna frá og með 10. mars verði ekki farið að úrskurðinum.

Arnþrúður segist ekki ætla að gefast upp í þessu máli og gerir verulegar athugasemdir við úrskurðinn.

Í úrskurðinum kemur fram að FM-tíðnir séu tak­mörkuð auðlind og því hafi það verið föst regla und­an­far­in 18 ár að hver dag­skrá fái aðeins leyfi fyr­ir notk­un á einn tíðni á sama svæði. Útvarp Saga fékk skamm­tíma­heim­ild til þess að nota tíðnina 102,1 MHz til þess að gera próf­an­ir á út­send­ing­um með henni en núna ber útvarpsstöðinni að velja á milli.

„Það er ekkert í lögum um Póst og fjarskipti sem bannar þeim að láta okkur hafa tvær tíðnir til þess að dreifa dagskránni á höfuðborgarsvæðinu og tryggja um leið að hún náist um allt svæðið. Sem dæmi má nefna að Ríkisútvarpið notar fimm tíðnir á sama dreifingarsvæði og Bylgjan tvær tíðnir. Af hverju ætti þá ein tíðni að vera nægjanleg fyrir Sögu?“ spyr Arnþrúður.

Arnþrúður segir tvær útvarpstíðnir einu leiðina til að ná til …
Arnþrúður segir tvær útvarpstíðnir einu leiðina til að ná til alls höfuðborgarsvæðisins. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Næst ekki með öðrum hætti á höfuðborgarsvæðinu

Arnþrúður bendir á að Bylgjan hafi verið á undanþágu með aukatíðni í fimmtán ár. Fyrir þremur árum, árið 2014,  hafi stöðin fengið varanlega framlengingu á leyfi til ársins 2021. „Við erum að höfða til þess að gæta eigi jafnræðis í þessu máli og taka tillit til samkeppnissjónarmiða eins og lögin kveða á um,“ segir hún og bætir við að Samkeppniseftirlitið eigi að koma að ágreiningi í svona málum til þess að koma í veg fyrir samkeppnishindranir.

Þá segir hún ekki ekki nægjanlegt að vera aðeins með eina tíðni þar sem hvorug þeirra náist alls staðar á höfuðborgarsvæðinu. Arnþrúður telur nauðsynlegt að skilgreina hugtakið höfuðborgarsvæði nánar með tilliti til fjarskiptalaga. Byggðaþróun hafi verið með þeim hætti að reglur um eina tíðni á hverja dagskrá gangi ekki upp.

Vilja sæti við sama borð

Spurð hvers vegna Útvarp Saga láti sér ekki eina tíðni nægja líkt og flestar aðrar útvarpsstöðvar segir Arnþrúður að um sé að ræða rótgróna útvarpsstöð á fjórtánda starfsári sem eigi að fá að sitja við sama borð og Bylgjan sé þess óskað. Ekki séu allar útvarpsstöðvar að sækjast eftir tveimur tíðnum vegna aukins kostnaðar við slíkt.

„Við erum að skoða allar leiðir,“ segir Arnþrúður spurð um næstu skref í málinu en bætir við að dómstólaleiðin sé hins vegar mjög tímafrek. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK