1 af hverjum 10 bílum bílaleigubílar

Ferðamenn margir leigja sér bílaleigubíl og skoða landið upp á …
Ferðamenn margir leigja sér bílaleigubíl og skoða landið upp á eigin spýtur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Einn af hverjum tíu bílum hér á landi síðasta sumar var bílaleigubíll. Fjölgaði bílaleigubílum um rúmlega 5 þúsund á árinu og voru þeir 20.847 talsins þegar mest var. Um 85% af flotanum er í eigu 20 stærstu leigufyrirtækjanna á markaðinum og eru 4 stærstu leigurnar með um rúmlega helming flotans. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri ferðaþjónustuskýrslu Íslandsbanka sem kom út í dag.

Eftir árið 2008 hafa um 43% af öllum seldum nýjum bílum farið til bílaleiga, en á árinu 2016 keyptu bílaleigur 9.250 nýja bíla og var það 42% af bílasölunni. Meðal bílaleigubíll kostaði 3 milljónir án virðisaukaskatts og nam bein fjárfesting vegna bílakaupa því um 30 milljörðum á síðasta ári. Þá er ótalin önnur fjárfesting félaganna.

mbl

Mikil fjölgun var einnig á nýskráningu hópferðabifreiða, en þeim fjölgaði úr 184 árið 2015 í 412 árið 2016. Nemur fjölgunin 124%.

Fjölgun bílaleigubíla á síðasta ári var 35% en það er mikill vöxtur frá fyrri árum. Frá 2010-2015 var vöxturinn á bilinu 7-26%. Íslandsbanki spáir því að bílaflotinn muni áfram stækka í ár og að hann muni að lágmarki vaxa um 15%. Það þýðir að flotinn myndi fara upp í 24 þúsund bíla.Með því nálgast hann 10% af heildarbílaflota landsins.

Bílaleiga Akureyrar er lang stærsta bílaleiga landsins samkvæmt tölum Íslandsbanka sem fengnar eru frá Samgöngustofu. Í fyrra var bílaeign leigunnar 4.480 bílar, en það er 21,5% af heildarfjölda bílaleigubíla á landinu. Avis/Budget var næst stærsta leigan með 2.622 bíla eða 12,6% og Hertz/Firefly var í þriðja sæti með 2.142 bíla eða 10,3%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK