800 hafa sótt um vinnu hjá Costco

Hér má sjá vænt­an­legt út­lit versl­un­ar Costco í Kaup­túni.
Hér má sjá vænt­an­legt út­lit versl­un­ar Costco í Kaup­túni. Teikn­ing/​KRADS & THG arki­tekt­ar

Costco hefur þegar boðið 135 umsækjendum vinnu í versluninni og standa ráðningar enn yfir. Alls hafa um 800 manns sótt um vinnu hjá fyrirtækinu á síðastliðnum mánuði.

Sue Knowles, markaðsfulltrúi Costco, segir stjórnendur mjög ánægða með viðtökurnar. Þeir sem þegar hafa fengið vinnu hefja ýmist störf þegar í stað eða í byrjun maí.

Costco á Íslandi mun ráða um 200 starfs­menn til að byrja með, þar af 22 stjórn­end­ur. Aðeins einn starfsmaður kem­ur að utan, þ.e. Bret­inn Brett Vig­elskas sem verður versl­un­ar­stjóri. 

Costco hefur verið þekkt fyrir litla starfsmannaveltu og er algengt að fólk byrji ungt að vinna hjá fyrirtækinu og haldist þar í starfi í tugi ára. Til að mynda er stærst­ur hluti starfs­manna fyrirtækisins bú­inn að vinna þar í tíu ár eða leng­ur. 

„Við bara vit­um að ef við ráðum fólk og borg­um því góð laun verður það hjá okk­ur lengi. Það borg­ar sig til lengri tíma litið að borga fólki hærri laun og halda í það frek­ar en að borga lág­marks­laun og vera með stöðuga starfs­manna­veltu og fólk í þjálf­un,“ sagði Papp­as í samtali við mbl á dögunum.

Ljóst er að mikill áhugi er fyrir komu verslunarinnar þar sem þúsundir einstaklinga og fyrirtækja hafa þegar sótt um aðild á Íslandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK