Spá vaxtalækkun í næstu viku

Greiningardeild Arion spáir því að stýrivextir verði lækkaðir um 0,25 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun miðvikudaginn 15. mars. Samkvæmt því verði vextir á bundnum innlánum 4,75%.

Í síðustu verðbólguspá Seðlabankans var gert ráð fyrir verðbólgu um og undir markmiði næstu mánuði. Síðan þá hefur gengi krónunnar styrkst um rúm 5% og horfur eru á að krónan geti styrkst enn meira.

„Því er útlit fyrir að verðbólga verði minni en í spá bankans og fari nálægt neðri vikmörkum verðbólgumarkmiðs undir mitt ár. Það að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði verði ekki teknir upp að sinni mun einnig auka bjartsýni nefndarmanna á að verðbólga haldist við verðbólgumarkmið við lægra vaxtastig en ella.,“ segir greiningardeildin. 

Gerir greiningardeildin engu að síður ráð fyrir lítið breyttri framsýnni leiðsögn og fremur stífu aðhaldsstigi peningastefnunnar, enda hafi hagvöxtur í fyrra verið 7,2% og horfur fyrir næstu misseri séu góðar.

Mikil gengisstyrking krónunnar kunni að vera sérstakt áhyggjuefni nefndarmanna að þessu sinni og því kæmi ekki á óvart ef ákveðið yrði að auka inngrip á gjaldeyrismarkaði til að leggjast gegn gengisstyrkingu krónunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK