Dons Donuts ehf. gjaldþrota

Kleinuhringjavagn Dons Donuts hefur verið við Hlemm síðustu ár.
Kleinuhringjavagn Dons Donuts hefur verið við Hlemm síðustu ár. Mynd/Anna Margrét Björnsson

Félagið sem hélt utan um hluta af starfsemi kleinuhringjaverslunarinnar Dons Donuts hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Að sögn eiganda hefur starfsemin verið á tveimur kennitölum og verður fyrirtækið enn þá starfandi undir annarri þeirra.

Dons Donuts rekur kleinuhringjavagn og verslun á Dalvegi en fyrirtækið var stofnað árið 2014. Félagið Dons Donuts ehf. var úrskurðað gjaldþrota 16. febrúar og þurfa kröfuhafar að lýsa kröfum sínum í búið innan tveggja mánaða.

Að sögn Grétars Sigurðssonar eiganda hefur starfsemi Dons Donuts verið á tveimur kennitölum; annars vegar í rekstrarfélagi og hins vegar eignafélagi. Er það eignafélagið sem er gjaldþrota og segir hann að rekstrarfélagið sem nú heldur utan um alla starfsemina standi vel. 

Félagið hefur skilað einum ársreikningi en það var árið 2014 og var þá 2,7 milljóna króna tap á rekstrinum. Námu eignir í árslok 4,2 milljónum króna og skuldir 6,4 milljónum. Var eigið fé því neikvætt um 2,2 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK