Kergja innan sjóðanna

Líkur hafa minnkað á að lífeyrissjóðir gerist stórir hluthafar í …
Líkur hafa minnkað á að lífeyrissjóðir gerist stórir hluthafar í Arion banka. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Algjört frost ríkir í viðræðum milli stærstu lífeyrissjóða landsins og Kaupskila, eignarhaldsfélagsins sem heldur utan um 87% hlut Kaupþings í Arion banka, varðandi möguleg kaup sjóðanna á umtalsverðum hlut í bankanum.

Stafar það meðal annars af þeirri ástæðu að forsvarsmenn sjóðanna hafa ekki fengið að sjá áreiðanleikakönnun sem gerð hefur verið á rekstri og efnahag bankans. Þá hafa sjóðirnir ekki enn fengið í hendurnar verðmat sem ráðgjöfum á þeirra vegum var uppálagt að vinna. Af óútskýrðum ástæðum hefur vinna við það tafist um margar vikur.

Í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag segir, að samkvæmt heimildum blaðsins er helst beðið eftir því hvort Lífeyrissjóður verslunarmanna ákveði að fjárfesta í bankanum eða ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK