Ekki hægt að neita sumum um leyfi

Líklega væri óheimilt að mismuna flugfélögum eftir því frá hvaða löndum þau koma samkvæmt Frank Holton, framkvæmdastjóra Airport Coordination, fyrirtækisins sem sér meðal annars um úthlutun lendingarleyfa á Keflavíkurflugvelli.

Í samtali við Túrista segir Holton að allar breytingar, bæði rýmkanir og takmarkanir, verði að ná til alla flugrekstraraðila.

„Öllum er frjálst að koma með hugmyndir sem þessar en það er ekki hægt að neita flugfélögum um lendingarleyfi svo lengi sem það eru lausir afgreiðslutímar á flugvellinum,“ segir Holton.

Líkt og mbl greindi frá fyrir helgi stakk Grímur Sæmundsen, formaður SAF, upp á því að lággjaldaflugfélögum sem aðeins fljúga til Íslands yfir sumartímann yrði beint á landsbyggðina í stað Keflavíkur. Þetta væri til þess fallið að dreifa álaginu í Keflavík og dreifa ferðamönnum víðar um landið.

Þá hefur Túristi einnig eftir Skúla Mogensen, forstjóra WOW, að hann hafi ekki trú á sértækum takmörkunum eða samkeppnishindrunum.

„Hins vegar er löngu orðið aðkallandi að stjórnvöld og Ísavia komi sér saman um framtíðarstefnumótun og framkvæmd á Keflavíkurflugvelli sem í mínum huga ætti að miðast að því að gera flughöfnina að alþjóðlegum tengiflugvelli og hann hannaður samkvæmt því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK