Herbergjum stórfjölgar eftir aldamót

Hótelherbergjum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum.
Hótelherbergjum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum. mbl.is/Árni Sæberg

Fjöldi heilsárshótelherbergja á landinu hefur meira en tvöfaldast frá aldamótum og nýting þeirra batnað. Rúmlega átta þúsund hótelherbergi voru til á landinu undir lok síðasta árs samanborið við 2.500 árið 2000.

Þetta kem­ur fram hjá Grein­ing­ar­deild Ari­on banka sem hef­ur farið yfir breyt­ing­ar hag­kerf­is­ins á öld­inni.

Samsetning fjárfestingar hefur breyst mikið á síðustu árum þar sem hið opinbera hefur dregið saman seglin en ferðaþjónusta hefur komið sterk inn. Þá skýrist vöxtur fjárfestingar á síðustu árum að miklu leyti af ferðaþjónustu og má rekja meira en fjórðung allrar atvinnuvegafjárfestingar árið 2016 til greinarinnar.

Að sögn Greiningardeildarinnar er erfitt að festa nákvæmlega niður áhrif ferðaþjónustunnar en allar hagtölur benda til mikilla áhrifa. Hefur ferðaþjónustan staðið undir u.þ.b. helmingi hagvaxtar frá 2010.

Þegar litið er aftur til aldamóta er ljóst að hagvöxturinn hefur verið byggður á nokkuð breiðum grunni en ferðaþjónustan er þó mjög áberandi. Þar kemru fjármálaþjónusta einnig sterk inn ásamt upplýsingatækni og fasteignaviðskiptum.

Mynd/Greiningardeild Arion
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK