Matarfélag Svavars og Þóru gjaldþrota

Svavar Halldórsson og Þóra Arnórsdóttir.
Svavar Halldórsson og Þóra Arnórsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Skiptafundur hjá félaginu Íslenskur matur og matarmenning verður haldinn 28. mars og verður gjaldþrotaskiptum þar lokið ef ekki koma fram ábendingar um eignir í síðasta lagi á fundinum. 

Félagið var úrskurðað gjaldþrota í haust.

Eigandi félagsins var Hugveitan ehf., sem er félag í eigu hjónanna og fjölmiðlafólksins Svavars Halldórssonar og Þóru Arnórsdóttur. Félagið var stofnað árið 2013 og er eini ársreikningur þess frá sama ári. Varð þá 2,5 milljóna króna tap af rekstrinum. Í árslok var eigið fé félagsins neikvætt um tvær milljónir króna.

Skráður tilgangur félagsins er framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni. Hélt það m.a. utan um framleiðslu þáttanna „Íslenskur matur“ sem sýndir voru á RÚV.

Í samtali við Viðskiptablaðið við stofnun félagsins sagði Svavar að fyrirtækið ætti að vinna að því að koma íslenskum mat og matarmenningu á framfæri bæði innanlands og utan. „Allt er undir, bæði sjónvarp, bækur og vefur,“ sagði Svavar.

Uppfært: Félagið sá um framleiðslu fyrrnefndra þátta en Svavar hætti öllum afskiptum af því á síðasta ári og sagði sig úr stjórn þess. Þóra sagði sig úr stjórn félagsins árið 2014. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK