Airbnb tekur upp nýtt nafn

AFP

Airbnb hefur tekið upp nýtt nafn fyrir útrás fyrirtækisins í Kína. Fjárfestingar í Kína hafa verið tvöfaldaðar og starfsmannafjöldi þrefaldaður á svæðinu til þess að þjónusta stærsta ferðamannamarkað heims. 

Heiti fyrirtækisins í Kína verður „Aibiying“ en lausleg þýðing þess er „hlýjar móttökur.“

Airbnb stefnir að tvöföldun skráðra íbúða í Kína en í fyrra voru þær áttatíu þúsund talsins. Frá og með deginum í dag verður einnig hægt að bóka leiðsögutúr um Shanghai, borð á veitingastöðum og miða á tónleika í borginni í gegnum síðuna.

Airbnb er í dag metið á um þrjátíu milljarða Bandaríkjadala og hyggur á mikinn vöxt í Asíu. Fyrirtækið hefur þegar náð mikilli útbreiðslu á vissum svæðum í heimsálfunni, líkt og í Japan, en Kína hefur reynst erfiðari markaður þar sem innlendir keppinautar eru ráðandi.

Frétt Bloomberg.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK