Starfsmenn Kviku fá 550 milljónir

Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku.
Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku. Ljósmynd/Kvika

Hópur starfsmanna Kviku fær greiddar 550 milljóna króna arð vegna góðrar afkomu bankans á síðasta ári.

Frá þessu greindi Fréttablaðið í dag en í tilkynningu á vefsíðu bankans segir að samþykkt hafi verið að greiða arð til hluthafa í B-flokki. Eigendur þeirra hluta eru ýmsir starfsmenn Kviku. Ekki var greiddur arður til hluthafa í A-flokki en stjórn félagsins var veitt heimild til að hækka hlutafé í flokknum um allt að 200 milljónir króna með áskrift nýrra hluta. Hluthafar hafa forgangsrétt að þeim í samræmi við skráða hlutafjáreign.

VÍS er stærsti hluthafi Kviku með 21,83% hlut. 

Ný stjórn var kjörin og í henni eru: Þorsteinn Pálsson, Jónas Hagan Guðmundsson, Inga Björg Hjaltadóttir, Hrönn Sveinsdóttir og Guðmundur Þórðarson.

Finnur Reyr Stefánsson og Anna Skúladóttir, móðir Skúla Mogensen, gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni. Anna seldi nýlega allan hlut sinn í Kviku. Til setu í varastjórn Kviku voru kjörin Kristín Guðmundsdóttir og Pétur Guðmundarson.

Hagnaður Kviku árið 2016 nam 1.928 milljónum króna og arðsemi eiginfjár var 34,7%.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK