33 milljarða tekjur hjá Isavia

Tekjur Isavia jukust um 27% á milli ára.
Tekjur Isavia jukust um 27% á milli ára. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tekjur Isavia námu 33 milljörðum króna árið 2016 sem er 27% aukning á millli ára. Þetta er mesta tekjuaukningin frá stofnun félagsins og má að mestu leyti rekja hana til fjölgunar farþega á Keflavíkurflugvelli. Þetta kom fram við kynningu ársreiknings Isavia fyrir árið 2016 á aðalfundi félagsins í dag.

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 40%, flugvélum sem fóru um íslenska flugstjórnunarsvæðið fjölgaði um 13,55 og innanlandsfarþegum fjölgaði um 8%, að því er kemur fram í tilkynningu frá Isavia.

„Heildarafkoma nam 6,9 milljörðum króna að meðtöldum gengishagnaði upp á 2,8 milljarða króna sem er til kominn vegna styrkingar íslensku krónunnar. Rekstararafkoma fyrir afskriftir, fjármangsliði og skatta (EBITA) nam 8,9 milljörðum króna og jókst um 47% á milli ára,“ segir í tilkynningunni.

Þar kemur fram að heildareignir samstæðunnar námu 59,2 milljörðum króna í árslok 2016.

Á aðalfundinum var samþykkt stjórn félagsins. Í aðalstjórn eru: Ólafur Þór Ólafsson, Matthías Páll Imsland, Helga Sigrún Harðardóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Ingimundur Sigurpálsson.

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. Ljósmynd/Isavia
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK