Aldrei meira keypt af skóm

AFP

Skóverslun sló öll met í fyrra þegar keyptir voru skór fyrir 8,2 milljarða króna en það er 6% aukning að raungildi frá fyrra metári, 2007. Fataverslun var enn u.þ.b. 11% minni árið 2016 en þegar mest var árið 2008.

Þetta kem­ur fram í nýrri grein­ingu Hag­fræðideild­ar Lands­bank­ans á versl­un og þjón­ustu.

Hagfræðideild Landsbankans segir fréttir af dauða fataverslunar á Íslandi ótímabærar. Þegar litið sé á heildarmyndina er ljóst að fataverslun á Íslandi hefur aukist talsvert síðustu ár. Fataverslun velti alls um 32 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt gögnum Hagstofunnar, sem er 14% raunaukning milli ára.

Líklegt má telja að aukin verslun erlendra ferðamanna á útivistarfatnaði eigi talsverðan þátt í vaxandi fataverslun hér á landi síðustu ár á sama tíma og Íslendingar virðast kaupa sífellt meira af fatnaði í gegnum erlendar netverslanir og á ferðalögum erlendis.

Í greiningu Landsbankans kemur einnig fram að verð á barnafötum og kvenfatnaði hafi lækkað meira en verð á karlmannsfatnaði á síðustu árum. Þetta megi líklega rekja til aukinnar samkeppni og að opnun Lindex á Íslandi undir lok árs 2011 hafi væntanlega haft töluverð áhrif en verslunin selur ekki karlmannsföt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK