Finnbogi var þúsundasti farþeginn

Finnbogi Jónsson var þúsundasti farþeginn sem fór með beinu flugi …
Finnbogi Jónsson var þúsundasti farþeginn sem fór með beinu flugi Flugfélags Íslands á milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar.

Í gær fór þúsundasti farþeginn með beinu flugi Flugfélags Íslands á milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar. Hinn heppni farþegi var Finnbogi Jónsson. Eiginkona Finnboga er sendiherra Íslands í Mokvu og búa þau þar en Finnbogi var á ferð til Íslands vegna vinnu. Starfsfólk Isavia tók vel á móti Finnboga og fékk hann blóm og gjafabréf frá 66°Norður. Flugleiðin nýja fer mjög vel af stað en einungis þrjár vikur eru síðan hún opnaði og ljóst að margir ferðamenn vilja nýta sér það að fara beint norður á land við komuna til Íslands.

„Það er frábært að sjá að þessi nýja tenging við Norðurlandið gangi svona vel. Það er greinilegt að hluti þeirra ferðamanna sem hingað koma vilja fara beint út á land eða nýta sér það að geta séð höfuðborgina á leiðinni til landsins en flogið svo heim frá Akureyri. Vonandi verður þetta líka til þess að hjálpa til við að sýna flugfélögum áhugann á Norðurlandi og Austurlandi hvað beint alþjóðlegt flug varðar,“ er haft eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK