Pappas: Ekki mikil samkeppni á Íslandi

Hér má sjá vænt­an­legt út­lit versl­un­ar Costco í Kaup­túni.
Hér má sjá vænt­an­legt út­lit versl­un­ar Costco í Kaup­túni. Teikn­ing/​KRADS & THG arki­tekt­ar

Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, segir Costco ekki ætla að velja sér keppinauta á markaðnum. Sérstaða Costco felist í að keppa við svo til alla.

Þetta kemur fram í viðtali við Pappas í Umræðunni, nýju tímariti Hagfræðideildar Landsbankans. Að sögn Pappas ættu íslenskir neytendur að búa sig undir að láta koma sér óvart. Í hverri heimsókn geti fólk átt von á að sjá nýjar vörur sem það vissi ekki það vantaði en geti ekki annað en keypt, svo hagstæð verði kjörin.

Enginn glans

Pappas segir að vöruhúsin eigi að hafa hrátt yfirbragð. „Það er enginn glans. Það er enginn marmari, engar kristalsljósakrónur. Við klippum allan þann kostnað út. Við viljum að það sé hægt að keyra með vörurnar upp að húsinu, taka þær úr bílnum og setja vörubrettin beint inn á gólf með sem allra minnstri fyrirhöfn. Hjá okkur gengur allt út á hagkvæmni,“ segir hann og útskýrir að það sé liður í því að halda verðinu niðri.

„Íslendingar eru vel menntaðir og virðast vera góðir og meðvitaðir neytendur og svo er samkeppnin ekki mikil. Hér tíðkast vissulega lágvöruverðsverslanir og útsölur en almennt séð er verðlag mjög hátt. Ég held að við getum hæglega sýnt bæði íslenskum fjölskyldum og fyrirtækjaeigendum fram á mikinn sparnað af því að versla við okkur og bætt þar með efnahag landsins með því að auka samkeppnina í íslenskum verslunarrekstri.“

Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu.
Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK