Vilja fá að eiga meira en 10% í Arion

Fjárfestingasjóðirnir Taconic, Och-Ziff og Attestor ætla að leita eftir heimild Fjármálaeftirlitsins um að fá að eiga meira en 10% hlut í Arion banka. Lögmaður sjóðanna, Jóhannes Sigurðsson, segir í samtali við mbl.is ekki liggja fyrir hvenær beiðnin verði send á FME, menn séu að taka saman gögn og undirbúa beiðnina og að það taki sinn tíma.

Sá sem vill eignast 10% hlut eða meira í íslenskum banka þarf að fara í gegnum formlegt ferli hjá FME sem metur síðan hvort fjárfestirinn geti farið með virkan eignarhlut. Ekkert þeirra félaga sem keypti hlut í Arion banka fyrr í vikunni keypti meira en 9,99% hlut.

Aðrir sjóðir sem keyptu hlut í Arion banka voru breski fjárfestingarsjóðurinn Atterstor Capital og bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs. Eignarhlutfall þeirra í bankanum er tæp 30%.

Fyrst var sagt frá málinu í fréttum RÚV. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK