Inkasso og Mynta sameinast

Georg G. Andersen, framkvæmdastjóri Inkasso.
Georg G. Andersen, framkvæmdastjóri Inkasso.

Sameining innheimtufyrirtækjanna Inkasso og Myntu mun vera á lokametrunum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Stefnt er að því að sameinað fyrirtæki starfi undir nafni Inkasso og verður það næststærsta innheimtufyrirtæki landsins á eftir Momentum.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa viðræður forsvarsmanna fyrirtækjanna ekki staðið lengi yfir og er markmiðið með sameiningunni ekki síst að auka möguleika á að sækja inn á erlendra markaði.

Georg G. Andersen er stærsti eigandi og forstjóri Inkasso og mun hann stýra sameinuðu félagi. Eigandi Myntu er Þórir Örn Árnason, lögfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður lögfræðiinnheimtu Íslandsbanka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK