Lego-límband lokkar fjárfesta

Límbandsrúllurnar má líma á hvaða flöt sem er.
Límbandsrúllurnar má líma á hvaða flöt sem er.

Lego-límbandið er af mörgum talin ein besta uppfinning ársins. Ætlunin var að safna átta þúsund Bandaríkjadölum, eða um 880 þúsund krónum, en hönnuðirnir hafa þegar safnað 1,4 milljónum dala, eða 154 milljónum króna, á hópfjármögnunarsíðunni Indiegogo. Enn eru nítján dagar til stefnu.

Þeir sem styrkja fyrirtækið fá sendar Lego-límbandsrúllur og eru þær á breiðu verðbili. 

Uppfinningin er jafn sniðug og hún er einföld. Á annarri hliðinni er límband og á hinni flötur sem hægt er að festa Lego-kubba við.

Hönnuðirnir heita Anine Kirsten og Max Baslereru frá Höfðaborg í Suður-Afríku. Þar sem átta þúsund Bandaríkjadalir voru taldir nægja til þess að koma framleiðslunni í gang má gera ráð fyrir að 1,4 milljónir dala komi fyrirtækinu vel af stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK