Lemon opnar á Akureyri

Katrín Ósk Ómarsdóttir og Jóhann Stefánsson, eigendur Lemon Akureyri, ásamt …
Katrín Ósk Ómarsdóttir og Jóhann Stefánsson, eigendur Lemon Akureyri, ásamt Jóhönnu Soffíu Birgisdóttur, framkvæmdastjóra Lemon á Íslandi.

Samloku- og djússtaðurinn Lemon verður opnaður á Glerárgötu 32 á Akureyri í byrjun maí. Um er að ræða sérleyfisstað sem rekinn verður af hjónunum Jóhanni Stefánssyni og Katrínu Ósk Ómarsdóttur. Þetta verður fjórði Lemon-staðurinn sem opnaður verður hér á landi. 

Það er eignarhaldsfélagið Brúnir sem á húsnæðið á Glerárgötu 32 sem er 220 fermetrar að stærð og reiknað er með að staðurinn taki 55 manns í sæti. Nú þegar er hafin vinna við endurbætur á plássinu en bæði verður hægt að ganga inn á staðinn að framan og aftan.  

Þrír Lemon-staðir eru á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandsbraut 4, Laugavegi 56 og Hjallahrauni 13, Hafnarfirði. Sérleyfisstaður er einnig rekinn í París.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK