Norrænir fjármálaráðherrar funduðu

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra ásamt Rasmus Degn deildarstjóra í …
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra ásamt Rasmus Degn deildarstjóra í fjármálaráðuneyti Danmerkur, Risto Artjoki ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytis Finnlands, Per Bolund ráðherra fjármálamarkaða í Svíþjóð og Siv Jensen fjármálaráðherra Noregs.

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í dag þátt í fundi norrænna fjármálaráðherra í Osló. Á fundinum var rætt um áskoranir framundan og samstarf norræna ríkja sín á milli og innan Evrópu, breytingar og óvissu í tengslum við Brexit og öldu verndarhyggju í viðskiptum. Þátttöku Noregs sem gestalands á formennskuári Þjóðverja í G20 bar á góma, en þar þrýstir Noregur á áframhaldandi frjáls viðskipti og frjálslyndar hugsjónir. 

Í innleggi sínu kynnti ráðherra þær breytingar sem orðið hafa í hagkerfinu síðustu misseri, með áherslu á afnám fjármagnshafta og uppgjör slitabúa. Hann fagnaði áframhaldandi samstarfi í viðskiptum, skatteftirliti og stjórnmálum á vettvangi Evrópu og alþjóðlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK