Twitter skoðar áskriftargjöld

AFP

Twitter íhugar að bjóða stórnotendum og fyrirtækjum upp á nýja áskriftarleið en í henni myndi felast aukinn aðgangur að gagnagrunni fyrirtækisins.

BBC greinir frá þessu og bendir á að Twitter hafi á síðustu árum átt erfitt með að auka tekjur sínar sem í dag koma nær einungis frá auglýsingum. Þessar tekjur hafa verið að dragast saman og standa vonir til þess að nýja leiðin auki arðsemi.

Twitter hefur þegar gert könnun meðal sumra notenda til að meta áhugann fyrir þessu. Með áskriftinni fengi fólk aðgang að upplýsingum um það sem vinsælt er á Twitter og ýmisar markhópagreiningar.

Nokkur fyrirtæki bjóða þegar upp á sambærilega þjónustu á Twitter, þar á meðal SocialFlow og HootSuite. Hingað til hefur Twitter þó ekki boðið upp á slíka þjónustu fyrir eigin vef.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK