Áttundi hver farþegi frá Íslandi

Vægi íslenskra farþega verður sífellt minna um borð í vélum Icelandir. Á síðustu tíu árum hefur farþegafjöldi félagsins ríflega tvöfaldast og hlutfall Íslendinga um borð fellur jafnt og þétt í takt við aukin umsvif.  

Túristi greinir frá því að um áttunda hvert sæti í vélum Icelandair sé skipað farþega sem byrjar ferðina á Íslandi. Aðrir farþegar eru ferðamenn eða skiptifarþegar.

Fyrir áratug var skiptingin á milli þessara þriggja hópa mjög jöfn. Helsta skýringin á þessari breytingu liggur í hröðum vexti Icelandair og litlum heimamarkaði. Félagið flutti til að mynda um 3,7 milljónir farþega í fyrra en þeir voru 1,6 milljónir árið 2007. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK