Stjórnendur Domino's baka pítsurnar

Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino's, er meðal stjórnenda sem standa …
Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino's, er meðal stjórnenda sem standa vaktina í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Allt starfsfólk Domino's í Flatahrauni fær frí í vinnunni í kvöld og ætla stjórnendur fyrirtækisins að leysa af. Þeir munu bæði baka pítsurnar og senda þær. Stjórnendurnir eru hvorki vanir bakarar né sendlar og hafa því fengið nauðsynlega þjálfun undanfarið.

Þetta fyrirkomulag má rekja til þess að Domino's opnaði nýlega nýjan innri vef. Til þess að hvetja starfsfólk til að skrá sig á vefinn var efnt til keppni á milli verslana Domino's; sú verslun sem yrði fyrst til að vera skipuð starfsmönnum sem allir væru skráðir á innri vefinn fengi skemmtileg verðlaun. 

Starfsmenn Domino's í Flatahrauni í Hafnarfirði reyndust öðrum sneggri og báru sigur úr býtum. Að sigurlaunum fær allt starfsfólkið frí frá hefðbundnum störfum á Domino's í kvöld. 

Ekki er hægt að loka staðnum á meðan og ætla stjórnendur því að standa vaktina í kvöld. 

Stjórnendur taka við af pítsabökurum í kvöld.
Stjórnendur taka við af pítsabökurum í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK