Auglýsingar Graníthallarinnar bannaðar

Samkvæmt Neytendastofu er ekki allt innifalið í verðinu. Greiða þarf …
Samkvæmt Neytendastofu er ekki allt innifalið í verðinu. Greiða þarf akstursgjald og fyrir uppsetningu.

Neytendastofa hefur bannað langvarandi tilboðsauglýsingar Graníthallarinnar. Málið kom upp í kjölfar kvartana frá neytendum. Auglýsingar sem kvartað var yfir segja meðal annars: „Vegna mikilla eftirspurnar framlengjum við „allt innifalið“ tilboðið á öllum legsteinum“.

Farið fram á að fyrirtækið færi sönnur á að vörur í auglýsingunum hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði. Neytendastofa taldi gögn og skýringar félagsins ófullnægjandi og ekki leiða til þess að sýnt hafi verið fram á að um raunverulega verðlækkun væri að ræða. 

Neytendastofa taldi einnig villandi að yfirskrift auglýsinganna væri sú að allt væri innifalið í tilboðinu. Til viðbótar kynntu verði þurfi annars vegar að greiða fast akstursgjald og hins vegar uppsetningu, búi neytendur utan höfuðborgarsvæðisins, og sé fyrirvari þar um í afar smáu letri borið saman við aðrar upplýsingar sem fram komi í auglýsingunni. Neytendastofa bannaði því Graníthöllinni að viðhafa slíka viðskiptahætti.

Hér má lesa ákvörðun Neytendastofu í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK