Hætt við sameiningu Kviku og Virðingar

Starfsstöðvar Kviku banka í Borgartúni.
Starfsstöðvar Kviku banka í Borgartúni. Árni Sæberg

Stjórnir Virðingar hf. og Kviku banka hf. hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að slíta viðræðum um sameiningu félaganna.

„Ákvörðun um að enda samrunaferlið, sem hófst formlega 28. nóvember síðastliðinn, er tekin að vel ígrunduðu máli og er það sameiginlegt álit stjórna beggja félaganna að fullreynt sé,“ segir í tilkynningu vegna málsins.

„Starfsfólk Virðingar og Kviku hefur lagt hart að sér við undirbúning samrunans og hefur sú vinna gengið afar vel þrátt fyrir þessa niðurstöðu.“

Í nóvember í fyrra sendu fyrirtækin frá sér tilkynningu um að undirrituð hefði verið viljayfirlýsing um undirbúning samruna. Í henni kom fram að í aðdrag­anda sam­ein­ing­ar yrði eigið fé Kviku lækkað um 600 millj­ón­ir króna og lækk­un­in greidd til hlut­hafa bank­ans. Hlut­haf­ar Kviku munu eft­ir samruna eiga 70% hlut í sam­einuðu fé­lagi og hlut­haf­ar Virðing­ar 30%.

„Með sam­ein­ingu Kviku og Virðing­ar yrði til öfl­ugt fjár­mála­fyr­ir­tæki sem væri leiðandi á fjár­fest­inga­banka­markaði. Sam­einað fé­lag yrði einn stærsti aðili í eign­a­stýr­ingu á Íslandi með um 220 millj­arða króna í stýr­ingu og fjölda sjóða í rekstri, s.s. verðbréfa­sjóði, fjár­fest­inga­sjóði, fram­taks­sjóði, fast­eigna­sjóði, veðskulda­bréfa­sjóði og ýmsa fag­fjár­festa­sjóði. Auk þess myndi sam­einað fé­lag ráða yfir öfl­ug­um markaðsviðskipt­um, fyr­ir­tækjaráðgjöf, sér­hæfðri lána­starf­semi og einka­bankaþjón­ustu,“ sagði í tilkynningunni um sameiningarviðræðurnar á sínum tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK