Mesta verðhjöðnun í 50 ár

Ef litið er til verðþróunar án húsnæðisverðs hefur ekki mælst meiri verðhjöðnun hér á landi í hálfa öld. Hröð hækkun íbúðaverðs veldur því að hérlendis mælist verðbólga fremur en verðhjöðnun þessa dagana.

Þetta segir Greining Íslandsbanka. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða líkt og Hagstofan greindi frá í morgun. Sé hins vegar litið til vísitölunnar án húsnæðis lækkaði hún um 0,28% í mars. Miðað við þá vísitölu mælist 1,7% verðhjöðnun undanfarna 12 mánuði. Svo mikil hefur verðhjöðnun ekki mælst á þennan kvarða í hálfa öld samkvæmt tölum Hagstofunnar.  

Eins og undanfarin misseri er húsnæðisliður vísitölu neysluverðs meginrót þeirrar verðbólgu sem nú mælist. Þessi liður, sem endurspeglar að mestu þróun íbúðaverðs, hefur nú hækkað um nærri 18% undanfarna 12 mánuði og hefur einn og sér áhrif til 2,8% verðbólgu á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK