Telja aðstæður góðar í efnahagslífinu

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Að mati stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins eru góðar aðstæður í efnahagslífinu um þessar mundir. Þetta sýnir ný könnun Gallup sem gerð var fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands. Nokkru munar þó á mati stjórnenda útflutningsfyrirtækja og annarra.

Vel innan við helmingur fyrirtækjanna finnur fyrir skorti á starfsfólki sem er svipuð niðurstaða og undanfarið ár. Búast má við tæplega 2% fjölgun starfsmanna á almennum vinnumarkaði á næstu sex mánuðum eða sem nemur rúmlega tvö þúsund störfum.

Stjórnendur búast við 2,5% verðbólgu á næstu 12 mánuðum, nánast óbreyttu vöruverði fyrirtækjanna sem þeir stýra en að innlend aðföng hækki um tæplega 1%, segir í frétt á vef SA.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK