Bjóða ókeypis rafræna undirskrift

Frá og með deginum í dag geta Íslendingar undirritað öll sín skjöl rafrænt að kostnaðarlausu með undirskriftargátt ISIGN sem er í dag eini lausnaraðilinn á Íslandi sem uppfyllir allar kröfur reglugerðar Evrópusambandsins fyrir rafrænar undirskriftir. Síðar á árinu verður reglugerðin (eIDAS, nr. 910/2014) innleidd í íslensk lög og falla þá úr gildi eldri lög fyrir rafrænar undirskriftir. Einstaklingar með rafræn skilríki frá Auðkenni geta skráð sig í fríáskrift og fengið 5 rafrænar undirskriftir frítt í hverjum mánuði frá www.isign.is.

Í tilkynningu frá ISIGN segir að mælingar frá öðrum þjóðum sýni að tímasparnaður fyrir hverja undirskrift sem gerð er með rafrænum hætti sé 55-65 mínútur að meðaltali í hverju tilfelli.

„Fyrir flóknari ferli þar sem fleiri en tveir aðilar þurfa að undirrita getur tímasparnaðurinn jafnvel hraðað ferlum þannig að um muni nokkrum dögum. Þeir sem eru í fríáskrift ISIGN og nýta sér þær 5 rafrænu undirskriftir í mánuði sem henni fylgja gætu þannig sparað 5 klst. í hverjum mánuði sem jafngildir 7,5 vinnudögum á ári og þar með nýtt tímann í mikilvægari hluti en að keyra um með pappír,“ segir í tilkynningu.

„Fyrir utan að spara fyrirtækjum beinan kostnað við tíma starfsfólks, bensín og jafnvel bílastæðagjöld skiptir líka máli að sýna aukna samfélagslega ábyrgð með því að minnka pappírssóun og óþarfa sendingar á sama tíma og hægt er að auka traust og rekjanleika með öruggari viðskiptaháttum. Aukin sjálfvirkni í stað pappírsafgreiðslu viðskiptavina lágmarkar einnig líkur á mannlegum mistökum starfsfólks sem lækkar þar með rekstraráhættu fyrirtækja.“

Ólafur Páll Einarsson, framkvæmdastjóri ISIGN á Íslandi.
Ólafur Páll Einarsson, framkvæmdastjóri ISIGN á Íslandi.

„Tími fólks í dag er mun verðmætari en svo að honum sé eytt í akstur á milli húsa með pappír út af kröfum laga um undirskriftir. Ef það er til hagkvæmari, öruggari og einfaldari leið sem kostar ekkert til að undirrita skjöl hraðar þá ætti fólk auðvitað að kynna sér hana,” er haft eftir Ólafi Páli Einarssyni, framkvæmdastjóra ISIGN á Íslandi, í tilkynningu. 

ISIGN er rekið af fyrirtækinu Estina sem var stofnað árið 2008 og sérhæfir sig í lausnum sem tengjast rafrænum undirskriftum. Estina rekur eina af stærstu undirskriftargáttum Evrópu, DigiDoc og hefur nú einnig opnað skrifstofu í Reykjavík

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK