H&M kynnir nýtt tískuvörumerki

Fyrir á fatarisinn fleiri verslanir auk þeirra sem bera sjálft …
Fyrir á fatarisinn fleiri verslanir auk þeirra sem bera sjálft H&M-merkið.

Sænski fatarisinn Hennes og Mauritz hefur í dag tilkynnt áform um að hleypa af stokkunum áttunda tískuvörumerkinu í eigu fyrirtækisins, á sama tíma og aðstæður á mörkuðum í Bandaríkjunum í Mið-Evrópu hafa að undanförnu skert tekjur þess.

Nýja merkið, sem ber heitið ARKET, fer í loftið í lok sumars þegar fyrsta búðin verður opnuð í Lundúnum. Þar á eftir fylgja með haustinu búðir í Brussel, Kaupmannahöfn og Munchen, ásamt netverslunum í 18 Evrópuríkjum til viðbótar.

Búðirnar munu bjóða upp á föt fyrir karla, konur og börn auk heimilistækja, og mun verða dýrari heldur en búðirnar sem bera merki H&M. Í hverri búð verður þá kaffihús innblásið af norrænni matargerð.

„Heilt yfir er athyglinni beint að gæðum í einfaldri, tímalausri og hagnýtri hönnun,“ segir forstjórinn Karl-Johan Persson í tilkynningu.

H&M á og rekur fleiri verslanir á borð við Cos, Other Stories, Monki, Weekday og Cheap Monday, en sala þeirra heldur áfram að aukast, jafnt í verslunum sem á netinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK