Ráðinn markaðsstjóri hjá ráðstefnuborginni Reykjavík

Sigurður Valur Sigurðsson.
Sigurður Valur Sigurðsson.

Sigurður Valur Sigurðsson hefur verið ráðinn sem markaðsstjóri hjá ráðstefnuborginni Reykjavík (Meet in Reykjavík).

Verkefni Sigurðar verður að styrkja og efla ímynd Reykjavíkur sem áfangastaðar funda-, rástefnu-, viðburða- og hvataferða, segir í fréttatilkynningu.

Sigurður hefur reynslu af markaðs- og sölumálum en síðastliðin 5 ár hefur hann starfað sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni en áður hefur Sigurður meðal annars starfað sem forstöðumaður markaðssvið Iceland Express og sem verkefnastjóri hjá Katla Travel í München í Þýskalandi.     

Sigurður er með B.Sc. gráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands og útskrifast í vor með MBA gráðu frá sama skóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK