WOW air bætir við sjö nýjum vélum

WOW air bætir sjö nýjum Airbus flugvélum við ört vaxandi flota sinn. Floti félagsins mun þá telja 24 flugvélar í lok árs 2018.

Hæst ber að nefna fjórar glænýjar Airbus A330-900neo breiðþotur sem leigðar eru til tólf ára frá CIT Aerospace International. Þetta er nýjasta afurð Airbus framleiðslunnar en viðhengið „NEO“ stend­ur fyr­ir „New Eng­ine Opti­on“ sem þýðir ný teg­und hreyfla sem minnkar eldsneyt­is­notk­un um 14% miðað við nú­ver­andi tækni. Í tilkynningu frá WOW segir að þetta sé því hagkvæmasta breiðþotan á markaðnum í dag. Auk þess séu Air­bus NEO vél­arn­ar þægi­legri, lang­dræg­ari og hljóðlát­ari en fyrri gerðir.

Í vélunum verða 365 sæti þar af 42 sæti sem eru stærri, breiðari og með auknu sætabili.

Langdrægni Airbus A330-900neo véla er 9.750 km og gæti flogið til Hong Kong eða Honolulu frá Keflavíkurflugvelli. Listaverð hverrar vélar er 291 milljónir bandaríkjadala, eða sem jafngildir um 32 milljörðum króna á núverandi gengi.

Þá hafa verið keyptar tvær Airbus A321ceo ( „Current Engine Option“) flugvélar beint frá Airbus og ein Airbus A321neo flugvél leigð frá bandarísku flugvélaleigunni Air Lease Corporation. Vélarnar verða notaðar í áframhaldandi stækkun félagsins í Norður-Ameríku og víðar en þessi viðbót þýðir 50% sætaaukningu fyrir félagið.

„Við erum hreykin af því að geta boðið farþegum okkar upp á einn yngsta flug­flotann í heiminum. Þessi viðbót gerir okkur kleift að vaxa og leita á ný mið á fjarlægum slóðum. Þá mun stærri og nýrri floti tvímælalaust styrkja okkur í síharðnandi samkeppni þar sem glænýjar flugvélar eru mun hagkvæmari í rekstri,“ er haft eftir Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK