Kaupa krónur fyrir evrur

Ljósmynd/Darren Staples

Seðlabanki Íslands býðst til þess að kaupa aflandskrónueignir í  skiptum fyrir reiðufé í evrum á genginu 137,5 krónur á evru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum en tilboðið er hluti af áformum stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta.

Tilboðið nær til innstæðna, víxla og skuldabréfa sem gefin eru út af ríkissjóði eða Íbúðalánasjóði, og innstæðubréfa Seðlabankans (CBI2016) (ISIN IS0000027068). Aflandskrónueignum í formi innstæðna skal skipt í innstæðubréf Seðlabankans áður en til viðskipta kemur. Verð miðast við hagstæðasta kauptilboð við lok viðskipta 10. mars 2017, að viðbættum áföllnum vöxtum við uppgjör viðskipta. Allar greiðslur af hálfu Seðlabankans verða inntar af hendi með milligöngu Morgan Stanley í Lundúnum.

Tilboðið nær til erlendra fjármálafyrirtækja, sjóða og viðurkenndra mótaðila sem uppfylla skilyrði um varnir gegn peningaþvætti og aðrar kannanir á áreiðanleika viðskiptamanna gagnvart Morgan Stanley & Co. International plc. Slíkir aðilar geta átt viðskipti hvort sem er fyrir eigin reikning eða fyrir hönd viðskiptavina sinna. Eigendur aflandskróna skulu hafa samband við vörsluaðila viðkomandi eigna vegna viðskipta og uppgjörs en frestur til að skila tilboði og uppgjör viðskipta getur verið mismunandi eftir vörsluaðilum.

Beiðnir um viðskipti verða að hafa borist Morgan Stanley fyrir lok dags föstudaginn 28. apríl, segir ennfremur í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK