Mælir gegn því að festa gengið

El-Erian bendir á að engin erlent mynt komi frekar til …
El-Erian bendir á að engin erlent mynt komi frekar til greina en önnur sökum fjölbreyttrar samsetningar helstu viðskiptalanda Íslands. Meðal fimm helstu útflutningslanda eru fjögur lönd evrusvæðisins en á meðal helstu innflutningslanda er aðeins eitt land af evrusvæðinu. AFP

Fernt mælir gegn því að festa gengi krónunnar við annan gjaldmiðil að mati Mohamed A. El-Erian, pistlahöfundar Bloomberg og hagfræðings. Ummæli Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, í Financial Times, um gjaldeyrismál Íslands eru umfjöllunarefni nýjasta pistils hans.

Í fyrsta lagi bendir El-Erian á að engin erlent mynt komi frekar til greina en önnur sökum fjölbreyttrar samsetningar helstu viðskiptalanda Íslands. Meðal fimm helstu útflutningslanda eru fjögur lönd evrusvæðisins ásamt Bretlandi sem er í öðru sæti. Hins vegar er einungis eitt land á evrusvæðinu meðal helstu innflutningslanda. Þar á meðal eru einnig Kína, Noregur og Bandaríkin. Segir hann þetta útskýra hversu margir gjaldmiðlar hafa verið nefndir í þessu samhengi; evran, Bandaríkjadollar, breska pundið og jafnvel norska krónan.

Í öðru lagi segir El-Erian að mögulegir gjaldmiðlar standi frammi fyrir eigin vandamálum. Evrópusambandið þarf að eiga við Brexit og pólitískar breytingar á evrusvæðinu auk þess sem óvissa sé um breska pundið af sömu sökum.

Í þriðja lagi verði ennþá til staðar óvissa gagnvart öðrum gjaldmiðlum.

Í fjórða lagi gæti þetta valdið þeim er sjá um framkvæmd peningastefnunnar töluverðum vandræðum að mati El-Erian.

Hann telur gjaldeyrisvandamál Íslands tengjast því fremur að landið sé á flóknu stigi í bataferlinu eftir efnahagshrunið á sama tíma og óvissa ríkir í efnahagsmálum á heimsvísu. Vandamálið tengist síður gjaldeyrisstefnu þjóðarinnar sem slíkri. 

Í stað þess að breyta um stefnu ættu stjórnvöld á Íslandi að mati El-Erian að einblína á að auka jafnvægi á innlendum fjármálamörkuðum og dýpka erlenda markaði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK