Dregur úr hækkun á húsnæðismarkaði

Gangi spár og væntingar greiningardeildar Arion eftir mun líklega byrja …
Gangi spár og væntingar greiningardeildar Arion eftir mun líklega byrja að draga úr húsnæðisskorti á næsta ári en þangað til verður markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. Morgunblaðið/Ómar

Ný spá greiningardeildar Arion banka gerir ráð fyrir að það hægi talsvert á verðhækkunum á húsnæðismarkaði þegar líður á árið.

Aðstæður til verðhækkana eru þó enn til staðar þar sem söluframboð er lítið og útlit fyrir talsverðan innflutning vinnuafls á næstu árum. Á móti þessu vegur að nú stefnir í meiri íbúðafjárfestingu en áður og að fjölgun íbúða muni bráðlega fylgja fólksfjölgun, sem hefur ekki verið raunin upp á síðkastið. Gangi spár og væntingar greiningardeildarinnar eftir mun líklega byrja að draga úr húsnæðisskorti á næsta ári en þangað til verður markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur.

Reikna með byggingu 8.000 íbúða til ársloka 2019

Greiningardeild Arion telur að um 8.000 íbúðir verði byggðar á landinu öllu til ársloka 2019 samkvæmt uppfærðri spá um íbúðafjárfestingu. Eru það talsvert fleiri íbúðir en gert var ráð fyrir í janúar.

Það sem styður fyrst og fremst við framboðsaukninguna er hækkandi húsnæðisverð en það eykur hvatann til nýbyggingar. Þá jókst íbúðafjárfesting talsvert meira í fyrra en greiningardeildin gerði upphaflega ráð fyrir sem bendir til þess að aukinn kraftur sé að færast í uppbyggingu íbúða. Að sama skapi spá Samtök iðnaðarins að íbúðum á höfuðborgarsvæðinu muni fjölga mun hraðar á næstu árum.

Samkvæmt Arion mun þó húsnæðisskorturinn líklega aukast enn meira í ár þar sem talið er að mesta íbúafjölgunin verði á þessu ári sökum innflutnings á vinnuafli. Það þýðir að húsnæðisskorturinn mun aukast enn meira í ár en fara svo dvínandi.

Ljós við enda ganganna

Þá telur Arion ekki útilokað að íbúðafjárfesting verði meiri en samkvæmt spánni. Sem rök fyrir því megi til dæmis nefna að verið sé að setja á fót aðgerðahóp fjögurra ráðherra sem á að greiða fyrir byggingu lítilla íbúða.

„Þó að staða margra á húsnæðismarkaði verði að líkindum áfram þröng næstu mánuði og verð muni líklega hækka áfram má sjá glitta í ljós við enda ganganna þar sem framboð íbúða virðist loksins ætla að halda í við eftirspurn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK