Costco ákveður opnunardag

Hér má sjá vænt­an­legt út­lit versl­un­ar Costco í Kaup­túni.
Hér má sjá vænt­an­legt út­lit versl­un­ar Costco í Kaup­túni. Teikn­ing/​KRADS & THG arki­tekt­ar

Costco hefur loks ákveðið opnunardag á Íslandi en vöruhúsið verður opnað viðskiptavinum klukkan níu að morgni þriðjudagsins 23. maí. Sue Knowles upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir framkvæmdir ganga samkvæmt áætlun.

Hún segir að 190 manns hafi verið ráðnir til starfa í versluninni en aðeins einn starfsmaður kem­ur að utan, þ.e. Bret­inn Brett Vig­elskas sem verður versl­un­ar­stjóri. Ráðningar standa þó enn yfir og segir Knowles að stjórnendur taki ennþá við umsóknum.

Þá segir hún forsvarsmenn mjög ánægða með viðtökurnar og fjölda aðildarumsókna en vill þó ekki gefa upp nákvæman fjölda. Steve Papp­as, fram­kvæmda­stjóri Costco í Bretlandi, sagði þó í samtali við mbl á dögunum að þúsundir einstaklinga og fyrirtækja hefðu sótt um aðild.

Mikið er um að vera í Kauptúni í Garðabæ þessa …
Mikið er um að vera í Kauptúni í Garðabæ þessa dagana þar sem stefnt er að opnun Costco. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK