Ragnheiður setur upp sjávarklasa í Seattle

Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Ragnheiður Elín Árnadóttir. mbl.is/Golli

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, vinnur nú að því að setja upp sjávarklasa á Seattle-svæðinu í Bandaríkjunum að íslenskri fyrirmynd. Árangur af íslenska Sjávarklasanum leiddi til þess að formlegum vettvangi fyrir slíkt samstarf var komið á fót fyrir nokkrum árum á austurströnd Bandaríkjanna og er stefnt að opnun slíkrar miðstöðvar á næstu mánuðum í Portland í Maine-ríki. Verkefni Ragnheiðar er aftur á móti á vesturströndinni.

Sagt er frá málinu á vefnum Intrafish, en Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður íslenska Sjávarklasans, segir á Facebook-síðu sinni að hann sé ánægður með forystu Ragnheiðar um verkefnið í Seattle.

Í byrjun mars var sagt frá því að Ragnheiður hefði verið ráðin sem sér­fræðing­ur í orku­mál­um hjá banda­rísku hug­veit­unni Atlantic Council. Er hugveitan starf­rækt í Washingt­on DC í Banda­ríkj­un­um. Í til­kynn­ingu á heimasíðu þeirra, þar sem greint er frá ráðning­unni, seg­ir að Ragn­heiður verði ekki með skrif­stofu í höfuðstöðvun­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK