Vilja lækka bónusana um 40%

Útibú Credit Suisse í Basel.
Útibú Credit Suisse í Basel. AFP

Tidjane Thiam, framkvæmdastjóri Credit Suisse, og framkvæmdastjórn bankans hafa lagt til að bónusar þeirra fyrir árin 2016 og 2017 verði lækkaðir um 40% eftir að fjárfestar gagnrýndu himinháar greiðslur til stjórnarinnar.

Þá hefur verið lagt til að laun framkvæmdastjórans og stjórnarmanna verði áfram þau sömu og 2015 og 2016.

„Mikilvægasta forgangsverkefni mitt er að stýra viðsnúningi Credit Suisse, sem stendur fyrir dyrum,“ sagði Thiam í erindi til hluthafa sem birt var í dag. „Ég vona að þessi ákvörðun komi til móts við sumar af þeim áhyggjum sem sumir hluthafa hafa lýst og geri framkvæmdateyminu kleift að halda áfram að einblína á það verk sem er fyrir höndum.“

Kjaranefnd Credit Suisse lagði til í mars sl. að greiða Thiam og hinum 12 framkvæmdastjórum bankans 26 milljónir franka í skammtímabónusa fyrir 2016 og allt að 52 milljónir franka í langtímabónusa fyrir 2017.

Þá hafði þessi næststærsti banki Sviss einnig farið þess á leit við hluthafa sína að Thiam yrðu greiddar 12 milljónir franka í heildarlaun fyrir árið 2016, fyrsta heila starfsár framkvæmdastjórans.

Tillögurnar vöktu nokkra hneykslan, ekki síst í ljósi þess að bankinn tapaði 2,7 milljörðum dala árið 2016 eftir að hafa samþykkt að greiða bandaríska ríkinu 5,28 milljarða dala vegna þáttar síns í undirmálslánakrísunni.

Hlutabréf bankans lækkuðu um 30% í fyrra og 7.250 störf voru lögð niður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK