Pundið styrktist eftir blaðamannafund May

Theresa May hélt óvæntan blaðamannafund fyrir utan Downing-stræti í morgun.
Theresa May hélt óvæntan blaðamannafund fyrir utan Downing-stræti í morgun. AFP

Óvæntur blaðamannafundur Thereseu May, forsætisráðherra Bretlands, og tilkynning um komandi kosningar í landinu olli þó nokkrum sveiflum í gengi breska pundsins í morgun.

Pundið féll eftir að tilkynnt var um blaðamannafundinn en hefur styrkst síðan eftir að May tilkynnti um þingkosningarnar sem eiga að fara fram 8. júní. Pundið hefur styrkst um tæpt 1% á móti Bandaríkjadal og 0,5% gagnvart evrunni.

Þá lækkaði hlutabréfavísitalan FTSE 100 um 116 stig eða um 1,6% og stendur nú í 7.212 stigum samkvæmt frétt BBC.

Vitnað er í Luke Bartholomew, hjá fjárfestingafyrirtækinu Aberdeen Asset Management, sem sagði að kosningarnar gætu veitt May tækifæri til þess að standa upp gegn andstæðingum Evrópusambandsins á breska þinginu sem myndi hafa jákvæð áhrif á fjármálamarkaði.

Hins vegar sagði Neil Wilson, hjá ETX Capital, að kosningarnar væru bara að búa til meiri óvissu fyrir fjárfesta í Bretlandi.

„Þar sem kosningar eru svo ófyrirsjáanlegar er alltaf utanaðkomandi áhætta að þetta gæti haft í för með sér gagnger umskipti í Brexit-ferlinu,“ sagði Wilson.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK