Flestir milljónamæringar búa í Bandaríkjunum

Frá höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C.
Frá höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C. AFP

Rúmlega 33 milljónir manna eiga nú meira en eina milljón Bandaríkjadala, þ.e. 110 milljónir íslenskra króna, og flokkast þá sem milljónamæringar samkvæmt úttekt bankans Credit Suisse sem Business Insider segir frá.

41% allra milljónamæringa heims býr í Bandaríkjunum eða 13,6 milljónir. En ef litið er til höfðatölu búa flestir milljónamæringarnir í Sviss en tæp 12% fullorðinna í landinu eiga meira en eina milljón Bandaríkjadala.  

Það þarf hins vegar ekki að vera samasemmerki milli fjölda milljónamæringa og þess hvort þjóð sé rík. Þrátt fyrir að langflestir milljónamæringarnir búi í Bandaríkjunum er meðalauður fullorðinna í Bandaríkjunum aðeins 44.977 Bandaríkjadalir eða því sem nemur 4,9 milljónum íslenskra króna. Aðeins þrjú lönd á lista Business Insider eru með lægri meðalauð, þ.e. Þýskaland, Svíþjóð og Kína.

Eins og fyrr segir búa langflestir milljónamæringarnir í Bandaríkjunum eða 13,6 milljónir. Í öðru sæti er Japan en þar búa 2,8 milljónir milljónamæringa og meðalauður íbúa er 120.493 Bandaríkjadalir eða um 13,2 milljónir íslenskra króna.

Í Japan búa 2,8 milljónir milljónamæringa.
Í Japan búa 2,8 milljónir milljónamæringa. AFP

Hér má sjá restina af lista Business Insider sem tók saman lönd með flesta milljónamæringa samkvæmt úttekt Credit Suisse.

3. sæti: Bretland með 2,2 milljónir milljónamæringa

4.sæti: Þýskaland með 1,637 milljónir milljónamæringa

5.sæti: Frakkland með 1,617 milljónir milljónamæringa

6. sæti: Kína með 1,59 milljónir milljónamæringa

7. sæti: Ítalía með 1,132 milljónir milljónamæringa

8. sæti: Kanada með 1,117 milljónir milljónamæringa

9. sæti: Ástralía með 1,06 milljónir milljónamæringa

10. sæti: Sviss með 716 þúsund milljónamæringa

11. sæti: Suður-Kórea með 679 þúsund milljónamæringa

12. sæti: Spánn með 386 þúsund milljónamæringa

13. sæti: Taívan með 356 þúsund milljónamæringa

14. sæti : Belgía með 307 þúsund milljónamæringa

15. sæti: Holland með 287 þúsund milljónamæringa

16. sæti: Svíþjóð með 285 þúsund milljónamæringa

17. sæti: Danmörk með 240 þúsund milljónamæringa

18. sæti: Austurríki með 217 þúsund milljónamæringa

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK